Körfubolti

Snæfell áfram eftir svakalegan lokasprett

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bryndís og Berglind leikmenn Snæfells.
Bryndís og Berglind leikmenn Snæfells.
Snæfell og Haukar eru komin áfram í undanúrslit í Maltbikar kvenna en Snæfellingar lögðu lið Stjörnunnar og Haukar fóru áfram eftir sigur á Blikum.

Í Stykkishólmi var leikur Snæfells og Stjörnunnar mjög svo spennandi en heimastúlkur gerðu síðustu átta stig leiksins og unnu að lokum fimm stiga sigur 68-63. Það var Aaryn Ellenberg, leikmaður Snæfells, sem fór mikinn undir lok leiksins og var hún örugg á vítalínunni.

Snæfellingar unnu síðustu fimm mínútur leiksins 11-2 og voru Stjörnustelpur í raun klaufar að hleypa þeim inni í leikinn. Haukar byrjuðu leikinn gegn Blikum vel og voru 29-12 yfir eftir fyrsta leikhlutann og lögðu þá gruninn að góðum sigri, 71-63.

Keflvíkingar komust áfram í gær eftir öruggan sigur á Grindvíkingum og er það orðið ljóst að Snæfell , Keflvíkinga og Haukar verða í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitum. Leikur KR og Skallagríms fer fram annað kvöld og þá kemur fjórða og síðasta liðið í pottinn.

Breiðablik-Haukar 63-71 (12-29, 11-18, 21-11, 19-13)

Breiðablik: Sóllilja Bjarnadóttir 20/12 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Telma Lind Ásgeirsdóttir 18/5 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 11/7 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Shanna Dacanay 6, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3, Auður Íris Ólafsdóttir 3, Hafrún Erna Haraldsdóttir 2, Hlín Sveinsdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0, Arndís Þóra Þórisdóttir 0, Kristín Rós Sigurðardóttir 0, Elín Kara Karlsdóttir 0.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 17/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 16/5 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 12/4 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 10/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 9, Magdalena Gísladóttir 5/4 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst, Rakel Rós Ágústsdóttir 0, Hanna Lára Ívarsdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Sigrún Björg Ólafsdóttir 0, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 0.

Snæfell-Stjarnan 68-63 (16-13, 11-18, 24-23, 17-9)

Snæfell: Aaryn Ellenberg-Wiley 24/10 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 18/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 12/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 7, María Björnsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 1, Alda Leif Jónsdóttir 0, Hrafnhildur Magnúsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 23/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/7 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8/6 fráköst, Jenný Harðardóttir 6, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 5/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4, Jónína Þórdís Karlssdóttir 0, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Sigrún Guðný Karlsdóttir 0, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 0, Eyrún Embla Jónsdóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×