Viðskipti innlent

Smurstöðin fyllir í skarð Munnhörpunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Grétar Magnússon, rafvirki, og Leifur Kolbeinsson, einn eigenda nýja staðarins, skeggræða breytingar í Hörpunni í dag.
Grétar Magnússon, rafvirki, og Leifur Kolbeinsson, einn eigenda nýja staðarins, skeggræða breytingar í Hörpunni í dag. Vísir/GVA
Rekstri Munnhörpunnar, veitingastaðar á fyrstu hæð í Hörpunni, lauk um helgina. Nýr staður, Smurstöðin, mun fylla í skarð Munnhörpunnar að því er Veitingageirinn greinir frá.

Nýi veitingastaðurinn mun leggja áherslu á smurbrauð með nýnorrænu yfirbragði þar sem íslenskt hráefni á að spila stórt hlutverk. Stefnt er að opnun Smurstöðvarinnar þann 3. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×