Innlent

Smárúta valt á Lyngdalsheiði: Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Farþegarnir eru komnir út úr rútunni.
Farþegarnir eru komnir út úr rútunni. vísir/eyþór
Smárúta valt á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag. Einhver slys eru á fólki en ekki er vitað hversu alvarleg.

Pétur Pétursson hjá Brunavörnum Árnessýslu sagði að slökkviliðið hefði ekki verið boðað á vettvang því ekki var þörf á klippum til að ná fólki úr bifreiðinni.

„Þarna veltur þessi rúta en ég veit alveg ekki farþegafjöldann. Einhver slys eru á fólki,“ segir Pétur sem segir að farþegarnir séu komnir út úr rútinni og í skjól.

„Ég get ekki sagt um með slys á fólki, þó ekki nema það að það voru ekki margir í þessari rútu. Ég veit ekki umfang þeirra meiðsla en björgunarlið er komið á staðinn og það er verið að vinna í málinu.“

„Það eru vetraraðstæður, skafrenningur og skaflar,“ segir Pétur um aðstæður slyssins. 

Uppfært kl. 18:33

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn sem slasaðist í bílveltunni. Þyrlan er lent við Landspítalann og viðkomandi er kominn á spítala að sögn Sveins H. Guðmarssonar hjá Landhelgisgæslunni. Fimm slösuðust í bílveltunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×