Innlent

Smári Sigurðsson er nýr formaður Landsbjargar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Smári Sigurðsson er félagi í björgunarsveitinni á Akureyri.
Smári Sigurðsson er félagi í björgunarsveitinni á Akureyri. Mynd/Landsbjörg
Smári Sigurðsson, úr Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, var kjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi félagsins sem fram fer á Ísafirði um helgina. Hann hlaut 92 atkvæði í kjörinu enen mótframbjóðandi hans, Margrét L. Laxdal, úr Slysavarnadeildinni Dalvík, hlaut 89 atkvæði.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu sitja á fimmta hundrað manns þingið þar sem stefna félagsins er mótuð til næstu ára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×