Enski boltinn

Smalling: Terry er fyrirmynd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry í leik gegn Manchester United.
Terry í leik gegn Manchester United. vísir/getty
Chris Smalling, miðvörður Manchester United, fór fögrum orðum um John Terry, fyrirliða Chelsea, í viðtali við The Mirror.

Smalling hefur mikið álit á Terry sem leikmanni og segir að hann sé ein af sínum helstu fyrirmyndum í boltanum.

„Allir þeir sem vilja vera miðverðir hljóta að líta upp til John Terry,“ sagði Smalling sem mætir einmitt umræddum Terry þegar Chelsea og United eigast við á Stamford Bridge klukkan 16:00 í dag.

„Hann er mikill leiðtogi og les leikinn vel. John hefur aldrei verið neitt sérstaklega fljótur en það skiptir ekki máli þar sem hann er alltaf á réttum stað.“

Í byrjun mánaðarins gaf Terry það út að hann myndi yfirgefa uppeldisfélagið að tímabilinu loknu. Óvíst er hvað tekur við hjá Terry en hann hefur verið fastamaður í liði Chelsea frá tímabilinu 2000-01.

Það Smalling á óvart að Terry skyldi ekki fá nýjan samning hjá Chelsea.

„Þetta voru óvæntar fréttir. Terry hefur sagt að hann ætli ekki að leggja skóna á hilluna en hann hefur verið frábær fyrir Chelsea,“ sagði Smalling sem hefur átt mjög gott tímabil með United í vetur.

Leikur Chelsea og Manchester United hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Manchester United hefur hafið viðræður við Mourinho

BBC segir frá því í kvöld að viðræður séu farnar í gang á milli Manchester United og Portúgalans Jose Mourinho um að hann taki við liði Manchester United af Hollendingnum Louis van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×