Innlent

Smálánafyrirtæki hyggjast áfrýja úrskurði

smálán Fyrirtækin vilja að flýtigjaldið teljist til viðbótarkostnaðar.
Fréttablaðið/stefán
smálán Fyrirtækin vilja að flýtigjaldið teljist til viðbótarkostnaðar. Fréttablaðið/stefán
NEYTENDUR Kredia ehf. og Smálán ehf. munu ekki breyta þjónustu sinni í kjölfar niðurstöðu áfrýjunarnefndar neytendamála. Staðfestur var úrskurður Neytendastofu þess efnis að gjald fyrir flýtiafgreiðslu lánshæfismats skyldi teljast til heildarlántökukostnaðar en ekki viðbótarkostnaðar. Í samhljóða yfirlýsingum sem þau sendu frá sér segjast þau munu halda áfram að bjóða upp á þjónustuna þar til niðurstaða dómstóla liggi fyrir. Í tilkynningunni segir að fyrirtækin telji niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar í andstöðu við lög um neytendalán. Hingað til hafi verið boðið upp á þessa tegund lána sem séu eftirsótt af hópi fólks og henti vel við ákveðnar aðstæður. Fyrirtækin muni ekki bregðast þessum hópi fólks og ætla því að halda áfram að bjóða upp á þessi lán nema dómstólar dæmi þau ólögleg. Fyrirtækin bjóða upp á vaxtalaus smálán að loknu lánshæfismati sem taki rúma viku. Lántaka stendur hins vegar til boða flýtiafgreiðsla á lánshæfismatinu en slík afgreiðsla tekur aðeins um klukkustund og er tæplega nífalt dýrari en venjulegt lánshæfismat. Ekki er ljóst hve margir lántakar hafa nýtt sér flýtiafgreiðsluna en sé gjaldið ólöglegt gætu einhverjir átt rétt á endurgreiðslu. Ekki náðist í Leif A. Haraldsson, framkvæmdastjóra fyrirtækjanna, við vinnslu fréttarinnar.- joe


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×