Lífið

Slysin gera ekki boð á undan sér

Ellý Ármanns skrifar
mynd/oddur
Slysin gera ekki boð á undan sér. Því fékk 5 ára sonur Odds Jenssonar að kynnast þegar hann fór upp úr heita potti í flýti í heimahúsi í gærdag og rak lærið í stand á sólhlíf í garðinum.

Níu spor voru saumuð á læri drengsins á slysavarðsstofunni í Keflavík.

,,Fólk þarf að passa hvað er í kringum börnin. Þetta var algjört óhapp," segir Oddur sem samþykkir að segja frá atvikinu og birta myndirnar til að minna fólk á að hafa umhverfið öruggt þar sem börn leika sér.

,,Hann vildi fara upp úr pottinum eftir að eldri bróðirinn fór upp úr en fullorðinn aðili var hjá þeim úti á verönd. Sá sagði honum að hinkra aðeins því hann ætlaði að taka bróður hans fyrst upp úr. En hann flýtti sér of mikið," útskýrir Oddur og bætir við:  ,,Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um umhverfið þar sem börnin leika sér."



Gert var að sárum drengsins. Níu spor.mynd/oddur
Hvernig líður drengnum þínum? ,,Hann hefur það gott. Sárið er ekki eins djúpt og það lítur út fyrir að vera á myndinni. Hann fann mest til þegar hann var deyfður áður en sárið var saumað."

,,Það var mjög vel tekið á móti okkur á slysamóttökunni í Keflavík en slysin gera ekki boð á undan sér. Það er bara svoleiðis," segir Oddur glaður að ekki fór verr. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×