Innlent

Slys við Skógafoss

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slysið átt sér stað við Skógafoss.
Slysið átt sér stað við Skógafoss. VÍSIR/GVA
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vík, undir Eyjafjöllum og frá Hvolsvelli voru kallaðar út vegna slyss við Skógafoss um klukkan fjögur í dag.



Um var að ræða göngukonu sem hafði fallið og talið var að hún væri fótbrotin.

Björgunarmönnum tókst að komast upp Skógaheiðina á jeppum en konan var um tvo kílómetra ofan við Skógafoss. 




Björgunarmenn báru konuna að jeppunum en þaðan var ekið með hana í sjúkrabíl sem beið á Skógum og var komið þangað um sexleytið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×