Innlent

Slydda, él og hálka í Reykjavík

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ökumenn, þeir sem eru á ferð í nótt og snemma í fyrramálið, eru beðnir um að hafa hugfast að lúmskir hálkublettir geta myndast.
Ökumenn, þeir sem eru á ferð í nótt og snemma í fyrramálið, eru beðnir um að hafa hugfast að lúmskir hálkublettir geta myndast.
Þeir sem hafa verið á ferð um Reykjavíkurborg undanfarinn klukkutímann eða svo hafa ekki farið varhluta af því að gengið hefur á með éljaveðri og slyddu. Í Ártúnsbrekkunni náði að festa snjó.

Teitur Arason er vaktarveðurfræðingur á Veðurstofu Íslands og hann segir þetta passa. Það sé frekar kalt loft yfir landinu og óstöðugt og þá gengur á með skúra-élja-veðri. „Það eru kjöraðstæður fyrir slíkt; hægur vindur og skúraveður og ekki hjálpar ekki til að það geislar út hitinn frá yfirborðinu. Ekki er nóg með að það myndast hálka þar sem kemur hvít úrkoma heldur er það svo að fyrr í kvöld komu skúrir niður og voru blautir vegir. Með kólnun gætu myndast lúmskir hálkublettir.“

Teitur segir að þetta komi oft á þessum árstíma, þegar það er hægur vindur og skammdegið sé komið, þá getur hálka látið á sér kræla. Þetta þýði einfaldlega að haustið er komið.

„Þetta er aðallega í nótt og í fyrramálið. Hálka, en svo breytist þetta annað kvöld en þá fer að blása af suðaustri og hlýrra loft kemur yfir landið. Á sunnudag breytist þetta í það sem oftast er kallað rok og rigning; suðaustan hvassviðri og rigning á sunnudaginn. Þá er allavega hálkan úr sögunni í bili,“ segir Teitur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×