Innlent

Slösuð kona sótt við Strút

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til. Vísir/Daníel
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út síðdegis í dag til að aðstoða göngukonu sem féll og slasaðist illa á öxl. Konan, sem var á ferð með gönguhópi í grennd við fjallið Strút norðan Mýrdalsjökuls, var orðin köld og blaut þegar hjálp barst, enda töluverð rigning á svæðinu og nokkur vindur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð til. Hún náði að lenda í grennd við slysstaðinn og er nú á leið með konuna á sjúkrahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×