Innlent

Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Mikill viðbúnaður var á vettvangi.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi. vísir/heimir
Slökkvistarfi við Perluna lauk um klukkan tvö í nótt. Eldur kom upp í klæðningu í einum af hitaveitutönkum Perlunnar á þriðja tímanum í gær. Byggingin var rýmd og Perlan lokuð það sem eftir lifði af deginum. Iðnaðarmenn voru að störfum innan tanksins þegar eldurinn kom upp.

Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en þeir lögðu áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna.

Búið var að ráða niðurlögum eldsins um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru að störfum til klukkan tvö í nótt til að tryggja að eldurinn tæki sig ekki upp aftur.

Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. Leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×