Innlent

Slökkviliðið þurfti að brjótast inn til sofandi húsráðanda

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Vísir
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Geirsgötu í Reykjavík laust eftir klukkan sjö í morgun.

Tilkynnt hafði verið um reykskynjara í gangi og brunalykt. Slökkvilið þurfti að brjóta sér leið inn í íbúðina en reykur lá yfir allri íbúðinni þegar inn var komið.

Húsráðandi var vakinn og hann færður í sjúkrabíl til skoðunar. 

Ekki þótti ástæða til að flytja hann á slysadeild en í fyrstu var óttast var að hann kynni að hafa fengið reykeitrun.

Reykræsta þurfti íbúðina. Upptökin eru rakin til eldamennsku, jafnvel matar sem húsráðandinn gleymdi í ofninum.









Fleiri fréttir

Sjá meira


×