FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER NÝJAST 23:55

Kona hljóp 25 kílómetra á rangri leiđ í maraţoni

FRÉTTIR

Slökkviliđiđ kallađ út vegna tveggja bruna í Iđufelli

 
Innlent
14:08 25. MARS 2016
Á báđum stöđum var kveikt í anddyri húsanna.
Á báđum stöđum var kveikt í anddyri húsanna. VÍSIR/VILHELM

Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út vegna tveggja bruna í Iðufelli. Í báðum tilvikum var kveikt í andyri húsanna en þau eru númer fjögur og tíu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er einn dælubíll mættur á staðinn og fleiri á leiðinni. Sjónarvottur segir að vel hafi logað í póstkössum og inngangi annars hússins. Ekki er vitað hvort brunarnir tengist.

Uppfært 14.23 Búið er að ráða niðurlögum eldsins á báðum stöðum og er unnið að reykræstingu. Talsverður reykur er á stigagöngum húsanna en íbúar eru flestir inni í sínum íbúðum. 

Ekki eru taldar neinar líkur á öðru en að um íkveikju hafi verið að ræða á báðum stöðum en eldarnir kviknuðu með um mínútu millibili. Lögregla fer með rannsókn þess máls.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vettvangi og náði meðfylgjandi myndum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Slökkviliđiđ kallađ út vegna tveggja bruna í Iđufelli
Fara efst