Innlent

Slökkviliðið kallað út vegna elds á pítsustað

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkvliðið var kallað út í nótt vegna elds á pítsustað og vítissóta í vörugeymslu.
Slökkvliðið var kallað út í nótt vegna elds á pítsustað og vítissóta í vörugeymslu. vísir/stefán
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í pítsustað við Austurstræti klukkan hálf sex í morgun og var allt tiltækt lið af öllum stöðvum á svæðinu sent af stað, eins og jafnan er gert þegar eldur kviknar í húsum í gamla miðbænum.

Þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang kom í ljós að eldurinn logaði í bökunareldhólfi og var engin hætta á ferðum. Öðrum liðsmönnum var þá snúið við og gengið var úr skugga um að allt væri sem skyldi.

Þá kom á umbúðir utan um vítissóta þegar starfsmenn í vörugeymslu við Sundahöfn í Reykjavík voru að umstafla vörum þar á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Vítissótaduft lak út en þegar starfsmenn ætluðu að þrífa hann upp kenndu þeir ertingar í öndunarfærum og kölluðu á slökkviliðið sem mætti með öndunargrímur og viðeigandi hlífðarfatnað og aðstoðaði við hreinsunina. Engum starfsmanni varð meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×