Innlent

Slökkviliðið á haus í veðurútköllum

Kjartan Kjartansson skrifar
Slökkvilið er að drukkna í útköllum vegna vatnsveðursins á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkvilið er að drukkna í útköllum vegna vatnsveðursins á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Forgangsraða hefur þurft útköllum hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í storminum sem nú gengur yfir. Flest útköllin eru í austurhluta borgarinnar þar sem er mikill vatnsagi.

Suðaustan hvassviðri gengur nú yfir landið með talsverðri rigningu. Í höfuðborginni var fólk beðið um að huga að niðurföllum og lausum munum. RÚV greindi frá því í kvöld að flætt hafi inn í fjölda húsa og slökkviliðið hafi fengið um 40-50 slík útköll frá því klukkan þrjú síðdegis.

Starfsmaður slökkviliðsins sem Vísir náði í nú skömmu eftir klukkan tíu í kvöld hafði ekki mikinn tíma til að lýsa ástandinu. Slökkviliðsmenn væru á haus í útköllum og grípa hefði þurft til þess ráðs að forgangsraða þeim. Fimm til átta útköll væru í bið að meðaltali.

Verst væri ástandið í austurborginni, í vesturhluta Kópavogs, Breiðholti og Grafarvogi. Starfsmenn áhaldahúsa og þjónustumiðstöðva sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu ynnu líka sveittir um alla borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×