Innlent

Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út vegna elds

Jóhann Óli eiðsson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. vísir/óskar friðriksson
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út um hádegisbil eftir að kviknaði í feiti á eldarvélarhellu í húsi í bænum. Þegar slökkvilið bar að hafði íbúum tekist að ráða niðurlögum eldsins með eldvarnarteppi.

„Við erum bara að klára hérna,“ segir Friðrik Páll Arnfinnsson, slökkviliðsstjóri, í samtali við Vísi. „Við komum á staðinn og þurftum að reykræsta.“

Íbúar hússins, eldri hjón, höfðu verið að elda hádegismat og gleymt potti með feiti á hellunni. Að sögn Friðriks urðu skemmdir minniháttar á eldhúsinnréttingunni.

„Það var snarræði þeirra sem kom í veg fyrir að verr færi. Þau höfðu eldvarnarteppi við höndina, kæfðu eldinn og komu pottinum síðan á vaskinn. Þetta fór mun betur en á horfðist,“ segir Friðrik.

Íbúar sluppu að mestu óskaddaðir en karlmaðurinn hlaut minniháttar bruna á hönd við slökkvistarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×