Innlent

Slökkvilið kallað út vegna reykjarlyktar frá íbúð

Gissur Sigurðsson skrifar
Reykurinn reyndist koma frá potti sem gleymst hafði á hellu.
Reykurinn reyndist koma frá potti sem gleymst hafði á hellu. vísir/stefán
Öryggisvörður tilkynnti lögreglu og slökkviliði um reykjarlykt frá íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni laust fyrir klukkan tvö í nótt.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang kom í ljós að húsráðandi hafði gleymt potti á logandi eldavél og hafði brunnið rækilega við í honum. Engin eldur hafði þó kviknað en töluverður reykur hafði hlotist af.

Engan sakaði af hans völdum og er tjón af völdum reyks talið minniháttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×