Innlent

Slökkvilið hefur ekki undan útköllum

Bjarki Ármannsson skrifar
Þessa mynd sendi lesendi inn af ástandinu í Samtúni í morgun.
Þessa mynd sendi lesendi inn af ástandinu í Samtúni í morgun. Mynd/Steingerður Þórisdóttir
Neyðarlínan biðlar til almennings að hreinsa vel frá niðurföllum svo að rigningarvatn komist örugglega niður. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur ekki undan að sinna útköllum vegna vatnsleka í íbúðarhúsum um þessar mundir.

Mikil rigning hefur verið víða um land í nótt og í morgun. Neyðarlínan vekur einnig athygli á að ekkert ferðaveður er undir fjöllum, þá sérstaklega fyrir húsbíla og bíla með eftirvagna.

Er veðrið að ónáða þig? Láttu okkur vita eða sendu okkur mynd á ritstjorn@visir.is.




Tengdar fréttir

Mikið flætt inn í hús vegna veðurs

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að sinna mörgum útköllum það sem af er degi vegna vatnsleka í íbúðarhúsum, aðallega í Hátúni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×