Innlent

Slökkt á ljósastaurunum á Stokkseyri – von á fæðingasprengju

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Skapa á rómantíska stemmingu á Stokkseyri með því að slökkva á öllum ljósastaurunum á laugardagskvöl
Skapa á rómantíska stemmingu á Stokkseyri með því að slökkva á öllum ljósastaurunum á laugardagskvöl
„Þetta er tilraun sem við ætlum að gera á laugardagskvöldið, til að meta það hvort það verði eitthvað framhald á þessu. Hugmyndin kemur frá samtökum aðila í ferðaþjónustu á Stokkseyri sem heita 825 Þorparar. Samtökin söfnuðu undirskriftum um 120 íbúa og óskuðu eftir að þetta yrði gert og nú ætlum við að prufa í eina klukkustund eða svo,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg en ákveðið hefur verið að slökkva á öllum ljósastaurum á Stokkseyri laugardagskvöldið 2. janúar. 

„Til að slökkva götuljósin í öllu þorpinu þarf að slökkva á þremur stöðum, en ef framhald verður á þessu þá verður reynt að einfalda það. Það verður gaman að heyra viðbrögð íbúa, en íbúasamtökin leggja áherslu á að skapa ákveðna sérstöðu með þessu, t.d. hvað varðar norðurljósaferðir sem mikið eru stundaðar á svæðinu og svo hafa þau einnig blandað rómantíkinni í dæmið og ég á alveg eins von á að leikskólinn á Stokkseyri verði fullur af börnum í fyllingu tímans, kannski að það verði fæðingasprengja í haust,“ bætir Ásta hlæjandi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×