Sport

Slök frumraun hjá Pacquiao í körfuboltanum

Manny þarf að fara á fleiri skotæfingar.
Manny þarf að fara á fleiri skotæfingar. vísir/getty
Einn besti hnefaleikamaður seinni tíma, Manny Pacquiao, er byrjaður að spila körfubolta.

Það sem meira er þá er hann spilandi þjálfari liðs Kia í Filipseyjum. Pacquiao er elsti og minnsti leikmaður deildarinnar enda ekki nema 169 sentimetrar.

Það breytti því ekki að Manny setti sjálfan sig í byrjunarliðið í fyrsta leiknum. Hann endaði leikinn stigalaus, tapaði boltanum tvisvar og fékk dæmda á sig eina villu.

„Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að liðið vann leikinn," sagði Pacquiao eftir leikinn. Maður með alla frasana á hreinu.

Þó svo hann sé farinn að spila körfubolta þá er hnefaleikaferlinum ekki lokið en Pacquaio berst næst í nóvember. Hann ætlar þar af leiðandi ekki að spila meiri körfubolta fyrr en eftir næsta bardaga.

Pacquiao fór í nýliðaval körfuboltadeildarinnar fyrir tímabilið og var valinn ellefti. Hann situr einnig á þinginu í heimalandinu og því nóg að gera.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×