Innlent

Slógust með kylfum og hamri í Skeifunni

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Talsvert var um vímuefnaakstur í nótt.
Talsvert var um vímuefnaakstur í nótt. vísir/vilhelm
Nokkuð var um stympingar í höfuðborginni í gærkvöldi og nótt. Fjórir karlmenn voru handteknir í Skeifunni á sjötta tímanum í gær vegna hópslagsmála sem áttu sér stað í Skeifunni. Þeir eru sagðir hafa slegist með kylfu og hamri.

Þá barst lögreglu tilkynning um slagsmál við Hallgrímskirkju klukkan rúmlega þrjú í nótt. Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu sökum ástands. Klukkan fjögur var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni þegar flaska var brotin á höfði manns. Sá var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og einn maður handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Þá var talsvert um ölvunar- og/eða vímuefnaakstur í nótt en að minnsta kosti átta voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×