Innlent

Slíta viðræðum við fulltrúa SA

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir í samtali við Vísi að stjórir og trúnaðarráð félaganna muni nú ræða málin og stilla saman strengi.
Kristján Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir í samtali við Vísi að stjórir og trúnaðarráð félaganna muni nú ræða málin og stilla saman strengi. Vísir/Stefán
Slitnað hefur upp úr viðræðum fulltrúa Rafiðnaðarsambands Íslands, Matvís, Samiðnar, Grafíu – stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum, Félagi hársnyrtisveina og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins.

Í fréttatilkynningu frá félögunum segir að á samningafundi fyrr í dag hafi niðurstaðan verið sú að það hefði ekki tilgang að halda viðræðum áfram vegna árangursleysis og mikils ágreinings um launalið samninga.

Ofangreind stéttarfélög og sambönd hafa á undanförnum vikum átt í viðræðum við SA um endurnýjun kjarasamninga. „Viðræðunefndin beinir því til stéttarfélaganna að þau hefji nú þegar undirbúning að atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um verkfallsheimild.“

Kristján Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir í samtali við Vísi að stjórir og trúnaðarráð félaganna muni nú ræða málin og stilla saman strengi. „Undirbúningur mun taka einhvern tíma en við gerum ráð fyrir að þrjár vikur taki þar til niðurstaða sé komin.“

Aðspurður hvort félögin hyggist samræma mögulegar verkfallsaðgerðir segir hann svo vera. „Planið að vera samræmt aðgerðaplan.“


Tengdar fréttir

Ísland verður vandræðaland

Langvarandi verkföll geta gert út af við ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Hótel og gistiheimili eru mjög viðkvæm fyrir verkfalli SGS sem hefst í vikunni. Miklar áhyggjur af langtímaáhrifum á ferðaþjónustu í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×