Innlent

Sleppti pysju úti á Gróttu

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Lundapysjur eru ekki algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu en hafa þó sést síðustu daga.

Hinn sjö ára Guðjón Þorri Hauksson sleppti pysju úti við Gróttu í dag.

Lundapysjan fannst í gærkvöldi úti á Granda. Guðjón Þorri tók fagnandi við pysjunni. „Það komu vinir mínir í heimsókn, þeir sögðu að hann væri rosalega sætur, þau fengu að halda á honum og svona,“ segir hann frá og bætir því við að hann hafi nefnt pysjuna Þorra.



Honum þykir pysjur ljúfar og er vanur því að sleppa pysjum og hefur gert það nokkrum sinnum hjá ömmu sinni og afa í Vestmannaeyjum. „Þær eru mjög ljúfar og góðar. Ég vona að hún fái fisk og lifi vel.“

Enda gekk það eins og í sögu eins og sjá má í myndskeiði með fréttinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×