Erlent

Sleppir fundi NATO og fundar með Kínverjum og Rússum

Samúel Karl Ólason skrifar
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði. Þess í stað mun hann funda með Kínverjum í Flórída og fara til Moskvu.

Alríkislögregla Bandaríkjanna og þingið rannsaka nú afskipti Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.

Þá gagnrýndi Trump NATO ítrekað þegar hann var í framboði og eftir að hann tók við embætti. Hann hefur þó lýst yfir stuðningi sínum við bandalagið. Bandamenn Bandaríkjanna gætu þó tekið dagskrá utanríkisráðherrans illa, samkvæmt frétt Reuters.

Utanríkisráðherrar aðildarríkja NATO munu funda í Brussel í byrjun apríl og hefði það verið fyrsta NATO-ráðstefna Tillerson. Þess í stað ætlar Tillerson að hitta Xi Jinping, forseta Kína, þegar hann heimsækir Bandaríkin. Tilerson var nú nýverið á fundi með forsetanum í Kína.

Samkvæmt heimildum Washington Post taldi Tillerson ekki mikilvægt að fara á ráðstefnu NATO þar sem hann mun hitta flesta af utanríkisráðherrunum sem um ræðir í Washington nú í vikunni á fundi um baráttuna gegn Íslamska ríkinu.

Þá mun Tillerson fara til Rússlands í næsta mánuði og funda með yfirvöldum þar, sem utanríkisráðherrann hefur mikla reynslu af. Hann stóð í miklum samningaviðræðum við Rússa þegar hann var yfirmaður olíufyrirtækisins ExxonMobil og hann var fékk vináttuorðu forseta Rússlands frá Vladimir Putin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×