Sport

Slegist um viðtöl við Gunnar Nelson í Stokkhólmi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson í viðtali við bandaríska MMA-sjónvarpsstöð.
Gunnar Nelson í viðtali við bandaríska MMA-sjónvarpsstöð. vísir/böddi TG
Þessa stundina stendur yfir fjölmiðlafundur fyrir UFC-bardagakvöldið í Stokkhólmi á laugardaginn þar sem Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á móti Bandaríkjamanninum RickStory.

Henry Birgir Gunnarsson, blaðamaður Fréttablaðsins og Vísis, og BjörnSigurðsson, myndatökumaður, eru mættir til Stokkhólms og eru á fundinum.

Þar er slegist um viðtöl við Gunnar Nelson sem er aðalstjarna bardagakvöldins, en Gunnar er ósigraður í öllum fjórum UFC-bardögum sínum. Hann er í heildina ósigraður í fjórtán MMA-bardögum.

Í kvöld mæta bardagakapparnir svo aftur á sama stað og taka stutta æfingu í búri sem er á staðnum fyrir framan fréttamenn og aðdáendur sína.

Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.

MMA

Tengdar fréttir

Dreymir ekki um Vegas

Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina.

Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story

Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×