Innlent

Slasaður maður sóttur á Vatnsnes

Bjarki Ármannsson skrifar
Björgunarsveitir að störfum.
Björgunarsveitir að störfum. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu eru nú á leið að sækja slasaðan mann innan og ofan við bæinn Þorgrímsstaði á Vatnsnesi. Talið er að maðurinn, sem var á göngu, sé fótbrotinn.

Samkvæmt tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru íbúar á Þorgrímsstöðum komnir að manninum og bíða með honum eftir björgunarsveitum. Sjúkrabíll er kominn að bænum. Talið er að verkefnið muni taka töluverða stund þar sem bera þarf manninn nokkurn spöl í erfiðum aðstæðum, fjallið er bratt og dalurinn þröngur.

Björgunarsveitin Húnar, sem er ein af sveitunum sem eru í þessu verkefni, sótti líka í dag veiðimann sem fór úr mjaðmarlið við Holtavörðuvatn, efst á Holtavörðuheiði. Vatnið er ekki langt frá þjóðvegi 1 þannig að sjúkrabíll komst langleiðina að manninum en björgunarsveitabíl þurfti til að koma honum í hann. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×