Lífið

Slappur árangur framhaldsskólanema hjá Nilla

Níels Thibaud Girerd. skrifar
Í lokaþætti liða úrslita í spurningarkeppninni Hvert í ósköpunum er svarið? eigast við stórskotalið fyrri spurningakeppna, hvorki meira né minna en lið MR gegn liði MH.

Í þessum þætti er Björn Bragi Arnarsson þáttarstjórnandanum Níelsi Thibaud Girerd til halds og trausts en hann þekkir það vel að flytja spurningar fyrir 20 ára skólakrakka og yngri.

Þrautin er á sínum stað en þá bað Níels einn liðsfélaga beggja liða að stíga fram og skjóta préfkúlum í píluspjald með vægast sagt slöppum árangri. 

Í liði MH eru Þórgnýr E. J. Albertsson, Helgi Grímur Haraldsson, Guðrún Úlfarsdóttir en í liði MR eru Karvel Schram, Elvar Wang Atlason og Katrín Agla Tómasdóttir.

Níels verður á sama stað á Vísi eftir áramót og vill þakka öllum þeim sem horfðu og óska lesendum Vísis, áhorfendum Bravó  og öllum þeim nemendum sem hann hefur spurt spjörunum úr gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Liðin sem komist hafa áfram í undanúrslit eftir áramót eru lið Flensborgarskólans í Hafnarfirði, lið Kvennaskólans í Reykjavík og lið Verzlunarskóla Íslands. Gaman verður að sjá hvort lið MR eða lið MH kemst áfram. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×