FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 20:00

Réttur barnsins ađ fá bólusetningu

FRÉTTIR

Slapp úr ólinni og var drepinn

 
Erlent
09:02 17. MARS 2017
Grizz var tíu mánađa.
Grizz var tíu mánađa.

Mikil reiði er á Nýja-Sjálandi eftir að lögreglumaður skaut hundinn Grizz til bana á flugvellinum í Auckland í gær. Hundurinn, sem notaður var í öryggiseftirlit, hafði losnað úr ólinni og hlaupið út á völlinn, með þeim afleiðingum að röskun varð á nokkrum flugferðum.

Lögregluyfirvöld segja að ómögulegt hafi verið að ná hundinum, en atvikið varð til þess að sextán flugferðum seinkaði um nokkrar klukkustundir. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir starfsmanni flugvallarins að það hafi verið lokaúrræði lögreglumannsins að drepa hundinn.

Þessi ákvörðun lögreglumannsins hefur hins vegar vakið mikla reiði og furðar fólk sig á því að ekki hafi verið notuð deyfibyssa frekar.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að hundurinn hafi verið laus í um tvær klukkustundir, og að hann hafi meðal annars hlaupið út á flugbrautir. Haft er eftir talsmanni lögreglunnar að allt hafi verið reynt til þess að ná hundinum.
„Við reyndum allt; mat, leikföng, aðra hunda, en ekkert virkaði,“ segir talsmaðurinn Mike Richards, og bætir við að á endanum hafi flugmálayfirvöld fyrirskipað að skjóta ætti hundinn.

Richards sagðist ekki vita hvers vegna hundurinn var ekki skotinn með deyfilyfi. „En það voru engar deyfibyssur á flugvellinum, og lögregla á heldur engar slíkar.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Slapp úr ólinni og var drepinn
Fara efst