MIĐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ NÝJAST 23:36

Pyntingar og ill međferđ stađfest í Tyrklandi

FRÉTTIR

Slćmt tap hjá Mors-Thy sem var án Róberts Arons

 
Handbolti
21:14 16. FEBRÚAR 2016
Guđmundur Árni skorađi eitt mark í kvöld.
Guđmundur Árni skorađi eitt mark í kvöld. MYND/MORS-THY

Íslendingaliðið Mors-Thy tapaði á útivelli fyrir Ribe-Esbjerg, 26-23, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar; Mors-Thy núna með 15 stig í tíunda sæti en Ribe með þrettán stig í tólfta sæti.

Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en staðan þegar liðin gengu til búningsklefa var 12-12.

Mors-Thy náði tveggja marka forskoti, 15-13, snemma í seinni hálfleik, en þá sneru heimamenn taflinu sér í hag, tók forystuna og héldu henni til leiksloka.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir gestina, en Mors-Thy var án Róberts Arons Hostert sem fékk höfuðhögg á dögunum og getur ekki spilað vegna hausverks.

Liðin í 9.-13. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Mors-Thy er fimm stigum frá SönderjyskE í áttunda sætinu sem er það síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Slćmt tap hjá Mors-Thy sem var án Róberts Arons
Fara efst