Handbolti

Slæmt tap hjá Mors-Thy sem var án Róberts Arons

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Árni skoraði eitt mark í kvöld.
Guðmundur Árni skoraði eitt mark í kvöld. mynd/mors-thy
Íslendingaliðið Mors-Thy tapaði á útivelli fyrir Ribe-Esbjerg, 26-23, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar; Mors-Thy núna með 15 stig í tíunda sæti en Ribe með þrettán stig í tólfta sæti.

Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en staðan þegar liðin gengu til búningsklefa var 12-12.

Mors-Thy náði tveggja marka forskoti, 15-13, snemma í seinni hálfleik, en þá sneru heimamenn taflinu sér í hag, tók forystuna og héldu henni til leiksloka.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir gestina, en Mors-Thy var án Róberts Arons Hostert sem fékk höfuðhögg á dögunum og getur ekki spilað vegna hausverks.

Liðin í 9.-13. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar fara í umspil um að halda sæti sínu í deildinni. Mors-Thy er fimm stigum frá SönderjyskE í áttunda sætinu sem er það síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×