Skoðun

Slæm lífskjör (fyrir fátæka)

Matthías Ingi Árnason skrifar
Núverandi ríkisstjórn virðist njóta þess að láta fólki líða illa.

Samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur sýnt það og sannað að þau hugsa aðeins um hag þeirra sem vel stæðir eru og geta haft ítök í fjármálalífinu.

Hinir sem minna geta mega bara eiga sig.

Þetta er ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni því þetta hefur margsýnt sig fyrir að vera veruleikinn.

Síðasta ríkisstjórn var litlu skárri, þau höfðu þó það fram yfir þessa stjórn að skattleggja alla umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði þá ríku og þá fátæku.

Núverandi ríkisstjórn ákvað að það væri ekki henntugasta leiðin og ákváðu því að afnema skattana sem ríkisstjórnin á undan hafði lagt á þá efnamestu og í stað þess leggja fram nýja skattstefnu sem nýtast ætti þjóðinni í heild sem best, það er að auka skattlaggningu á nauðsynjavörur eins og mat, því auðvitað getur engin komist af án matar og því væri það besta leiðin til að auka tekjur ríkissjóðs til að koma til móts við tekjumissinn af þeirri ólíðræðislegu skattalagningu sem þeir tekjuhærri þurftu að þola.

Horfandi á þjóðfélagið sem heild og vita það að tekjulágir hópar skuli kjósa þetta yfir sig aftur og aftur vitandi það að hingað til hefur það ekki hjálpað þeim neitt er pínu vandræðanleg sjón.

Ef þú kjósandi góður ert svo í mun um að láta þá tekjuhæstu fá að njóta aukins gróða á kostnað lífsgæða þinna, væri þá ekki auðveldara að finna einhvern ríkan aðilla sem lítið þarf að hafa fyrir auð sínum, bannka upp á hjá honum og rétta honum þær fáu krónur sem þú átt eftir þegar þú ert búinn að borga þínar þjóðfélagslegu skuldir í stað þess að standa í þessum flókna pólitíska leik.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×