Erlent

Skýstrokkur tætir í sig vörubíl - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skýstrokkurinn reif í sundur vörubílinn.
Skýstrokkurinn reif í sundur vörubílinn. Skjáskot
Bílstjóri póstflutningabíls er þakklátur fyrir að vera á lífi eftir að skýstrokkur tætti í sundur flutningabíl hans á þjóðvegi í Flórída í Bandaríkjunum.

Randall Leaver var á leiðinni á flutningabíl sínum yfir brú nærri Tampa þegar svokallaður vatnssveipur, skýstrokkur sem myndast yfir vatnssvæðum, þeytti bílnum á hliðina og aftur á dekkinn. Farangursrými bílsins splúndraðist og pósturinn sem Leaver var að flytja hentist upp í loftið og þyrlaðist í hringi.

Leaver sagðist vera þakklátur fyrir að vera á lífi eftir þessa upplifun. „Það fyrsta sem ég gerði var að faðma son minn. Guð vakti yfir mér,“ en Leaver slapp með skrámur og hlýtur að teljast heppinn með það eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Truck driver slammed by waterspout thought he “was in hell.”

“All of a sudden I felt a gust of wind and I thought, 'Is this what I think it is?' I've never been to Hell. I thought I was in Hell.” http://abcn.ws/1Pas9PW

Posted by ABC News on Monday, 12 October 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×