Erlent

Skýrslur lögreglu eru ónákvæmar

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögreglustöð í Kaupmannahöfn
Lögreglustöð í Kaupmannahöfn Mynd/Wikipedia
Skýrslur dönsku lögreglunnar eru ekki nógu nákvæmar. Þetta er niðurstaða rannsóknar tveggja meistaranema í afbrotafræði við háskólann í Álaborg.

Meistaranemarnir skoðuðu 495 skýrslur lögreglunnar á Austur-Jótlandi. Í frétt á vef danska ríkisútvarpsins segir að innbroti sé lýst á mörgum stöðum. Í þriðjungi skýrslanna séu mismunandi upplýsingar um sama mál.

Erfiðara verði að segja eitthvað almennt um aðferð innbrotsþjófanna og grípa til fyrirbyggjandi aðgerða ef óljóst er hvort þjófurinn kom inn um glugga eða kjallaradyr.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×