Innlent

Skýrslan kostar 10,5 milljónir króna

Freyr Bjarnason skrifar
Þórir Guðmundsson á opnum fundi þar sem hann kynnti áfangaskýrslu um þróunarsamvinnu Íslands og tillögur að úrbótum.
Þórir Guðmundsson á opnum fundi þar sem hann kynnti áfangaskýrslu um þróunarsamvinnu Íslands og tillögur að úrbótum. Fréttablaðið/GVA
Gert er ráð fyrir því að heildarkostnaður við skýrslu Þóris Guðmundssonar um skipulag og framkvæmd þróunarsamvinnu Íslands nemi um 10,5 milljónum króna.

Það er nokkru lægra en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu, sem óskaði eftir skýrslunni. Þórir hefur þegar unnið áfangaskýrslu um verkefnið sem hann kynnti á miðvikudag. Lokaúttektin verður kynnt í næsta mánuði.

Í skýrslunni leggur Þórir meðal annars til að framkvæmd þróunarsamvinnu á Íslandi verði á einum stað fremur en tveimur og að tekin verði upp nánari samvinna milli utanríkisráðuneytisins, almannavarnadeildar, Rauða krossins og Landsbjargar um neyðaraðstoð.

Við skýrslugerðina, sem hefur tekið um fimm mánuði, hefur Þórir rætt við 170 manns frá ellefu löndum.

Bókfærður kostnaður nemur um 8,6 milljónum króna. Þar af nemur kostnaður við aðkeypta sérfræðiþjónustu um 7 milljónum og ferðakostnaður og uppihald um 1,6 milljónum. Gert er ráð fyrir að 1,9 milljónir króna muni bætast við vegna kostnaðar við aðkeypta sérfræðiþjónustu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×