Erlent

Skýrsla Sameinuðu þjóðanna: Gaza verður óbyggileg á fimm árum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Búið að þurrka út millistéttina og gera íbúana háða alþjóðlegri mannúðaraðstoð.
Búið að þurrka út millistéttina og gera íbúana háða alþjóðlegri mannúðaraðstoð. Vísir/AFP
Gaza-ströndin verður óbyggileg á innan við fimm árum ef viðskiptaþvingunum verður haldið til  streitu . Þetta eru niðurstöður skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Í skýrslunni segir meðal annars að stríðsástandið á svæðinu hafi í raun þurrkað út millistéttina og gert alla íbúa svæðisins háða alþjóðlegri mannúðaraðstoð.

Atvinnuleysi mælist 44 prósent og 72 prósent heimila skorti fæðuöryggi. Stríðsátök á svæðinu hafi einnig eyðilagt 
útflutning  og framleiðslu fyrir innanlandsmarkað og færi hafi ekki gefist til að byggja upp innviði að nýju. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×