Innlent

Skýrsla Rögnunefndarinnar tefst

Samúel Karl Ólason skrifar
Störf nefndarinnar hafa kostað 34,8 milljónir króna.
Störf nefndarinnar hafa kostað 34,8 milljónir króna. Vísir/VIlhelm
Rögnunefndin svokallaða hefur frestað skilum á skýrslu sinni um möguleg flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að skila skýrslunni í dag. Stýrihópurinn sem sér um sameiginlega athugun ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group á mögulegu flugvallarstæði, var settur á laggirnar 25. október 2013.

Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur stýrt störfum hópsins og þaðan er nafnið Rögnunefndin komið. Ragna segir í samtali við Vísi að vinna við skýrsluna sé á lokametrunum en skil hennar dragist um nokkra daga. Stefnt er á að skila skýrslunni um miðjan júní.

Í síðasta mánuði var birt á vef Alþingis svar innanríkisráðherra við spurningum Ögmundar Jónassonar um störf nefndarinnar. Þar kom fram að starf stýrihópsins og greiningarvinna sem fram hafi farið hafi kostað 34,8 milljónir króna án virðisauka. Hlutur ríkisins er þriðjungur af því og Reykjavíkurborg og Icelandair borga sitt hvoran þriðjunginn.

Einnig kemur þar fram að rannsóknir hafi verið gerðar á Hólmsheiði, í Hvassahrauni, Vatnsmýri, Bessastaðanesi og Lönguskerjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×