Innlent

Skýrsla neyðarstjórnar: Alvarleg mistök hjá bílstjóranum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólöf Þorbjörg gleymdist í margar klukkustundir í bíl ferðaþjónustunnar 4. febrúar.
Ólöf Þorbjörg gleymdist í margar klukkustundir í bíl ferðaþjónustunnar 4. febrúar. vísir
Neyðarstjórn sem sett var yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað inn skýrslu en stjórnin var sett á laggirnar þann 5. febrúar. Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um mál Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur, en hún gleymdist í margar klukkustundir í bíl ferðaþjónustunnar 4. febrúar.

Sjá einnig: Skýrsla neyðarstjórnar: Þjálfun bílstjóra verði aukin til muna

Stefán Eiríksson, formaður stjórnarinnar, sá um sérstaka úttekt á þessu einstaka máli og aflaði hann upplýsinga frá Strætó, forstöðumanni og starfsmönnum Hins hússins, sviðstjóra íþrótta- og tómstundarsvips Reykjavíkurborgar og lögreglunni og höfuðborgarsvæðinu.



Sjá einnig: Allt fór úrskeiðis sem mögulegt var

Í skýrslunni segir: „Ljóst er að margt fór úrskeiðis í þessu tilviki. Í fyrsta lagi liggur fyrir að bílstjórinn sem um ræðir hefur ekki mikla reynslu af akstri með fatlað fólk samkvæmt því sem fram kemur í gögnum málsins hjá lögreglu. Hann gætti ekki að því að tryggja að allir farþegar væru farnir úr bílnum þegar hann skilaði hópnum sem um ræðir í Hitt húsið sem eru alvarleg mistök."

Sjá einnig: Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra

Í skýrslunni segir einnig að alvarleg mistök hafi verið gerð í Hinu húsinu þegar lá fyrir að stúlkan hafi ekki skilað sér heim.

„Þar er samkvæmt upplýsingum forstöðumanns og starfsmanna í gildi skýrt verklag um viðbrögð í slíkum tilvikum, en því var ekki fylgt. Ástæðan er sú að nýir starfsmenn voru við störf og reynslumiklir stjórnendur fjarri vegna starfsdags."


Tengdar fréttir

Hafa enn engin svör fengið vegna Strætó

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa enn engin svör fengið við spurningu um ferðaþjónustu fatlaðra sem lögð var fram þann 15. janúar síðastliðinn. Fyrirspurnin var í átta liðum um undirbúning breytinga á fyrirkomulagi ferðaþjónustu fatlaðra og hvernig kaupum á tölvukerfi var háttað.

Saka bílstjórann um vítavert gáleysi

Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s.

Fóru aðra leið með Strætó en velferðarráð hefði kosið

Óánægja með þunglamalega þjónustu og kostnaður varð til þess að velferðarráð Reykjavíkur vildi bjóða út akstur Ferðaþjónustu fatlaðra í borginni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sömdu svo við Strætó.

Opið bréf til Strætó bs.

Eins og fram kemur í stuttri blaðagrein, sem ég birti um miðjan nóvember til varnar Ferðaþjónustu fatlaðra eins og hún var, hafði ég m.a. þetta að segja:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×