Erlent

Skylmingaþrælum vísað úr Rómarborg

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta er ekki lengur í lagi.
Þetta er ekki lengur í lagi. Vísir/Getty

Eftir rúmlega tvö þúsund ár í Rómarborg hafa nú síðustu rómversku skylmingarþrælarnir neyðst til að yfirgefa borgina.

Nýjar reglur borgaryfirvalda kveða á um að bannað sé að vera í gervi skylmingarþræls og láta taka mynd af sér með ferðamönnum gegn greiðslu.

Borgarstjórn Rómarborgar hefur ákveðið að grípa til þessara aðgerða og fleiri í tilefni svokallaðs Júbileums – heilags árs í kaþólskum sið þar sem trúaðir fá fyrirgefningu synda sinna. Árið er haldið ársfjórðungslega og hefst þann 8. desember næstkomandi og stendur til 20. nóvember 2016.

Rómarbúar búast við stórauknum fjölda ferðamanna vegna hins helga árs kirkjunnar og hafa borgaryfirvöld því ákveðið að banna menn sem klæddir eru sem skylmingaþrælar og hafast jafnan við fyrir utan Colosseum, sem og ökumenn hlaupakerra og ýmsar tegundir götusölumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×