Erlent

Skvettu sýru í andlit stúlkna fyrir að fara í skólann

Bjarki Ármannsson skrifar
Ung stúlka í Herat-héraði, þar sem árásin átti sér stað.
Ung stúlka í Herat-héraði, þar sem árásin átti sér stað. Vísir/AFP
Árásarmenn á mótorhjólum skvettu sýru í andlit þriggja unglingsstúlkna sem voru á leið í skólann í Herat-héraði í Afganistan fyrr í dag. Tvær þeirra eru sagðar mjög þungt haldnar eftir árásina.

Að því er CNN greinir frá, eru stúlkurnar á aldrinum sextán til átján ára. Þær segja að árásarmennirnir hafi hrópað að þeim að árásin væri refsing fyrir að ganga í skóla. Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum voru að minnsta kosti 185 árásir gerðar á skóla og sjúkrahús í Afganistan í fyrra, flestar taldar tengjast andstöðu við menntun kvenna.

Talsmaður lögreglustjóra héraðsins segir lögreglu leggja sig allra fram við að hafa uppi á árásarmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×