Sport

Skutlaði sér í mark og vann Ólympíugull | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaunae Miller skutlar sér hér í marki og vinnur guillið.
Shaunae Miller skutlar sér hér í marki og vinnur guillið. Vísir/Getty
Shaunae Miller frá Bahamaeyjum er nýr Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi kvenna eftir að hafa unnið æsispennandi úrslitahlaup á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.

Shaunae Miller var í forystu stærsta hluta hlaupsins en hún var að missa hina bandarísku Allyson Felix fram úr sér á lokasprettinum. Miller dó ekki ráðalaug og ákvað þá að skutla sér í markið sem skilaði henni gullinu.

Allyson Felix átti frábæran endasprett í hlaupinu og þurfti ekki marga metra í viðbót til að tryggja sér titilinn.

Shaunae Miller kom í mark sjö hundraðshlutum á undan Allyson Felix. Miller hljóp á 49,44 sekúndum en Felix á 49,51 sekúndum. Þetta er nýtt persónulegt met hjá Shaunae Miller.

Shaunae Miller náði þar með að hefna fyrir úrslitahlaupið á HM í Peking í fyrra þegar Allyson Felix tók gullið en Miller varð að sætta sig við silfur. Shericka Jackson frá Jamaíka fékk síðan bronið alveg eins og á HM 2015.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×