Innlent

Skurðlæknar vilja í verkfall

Bjarki Ármannsson skrifar
Formaður Skurðlæknafélags Íslands er handviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsaðgerðir.
Formaður Skurðlæknafélags Íslands er handviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsaðgerðir.
Kjaraviðræðum Skurðlæknafélags Íslands og ríkisins lauk án árangurs í húsakynnum ríkissáttasemjara í kvöld. Allt útlit er fyrir að skurðlæknar fari í verkfall innan mánaðar.

Helgi Kjartan Sigurðsson, formaður félagsins, segir að viðræðum hafi ekkert miðað áfram frá því að samningar runnu út í febrúar.

„Við vísuðum þessu til ríkissáttasemjara í júní og það hefur ekkert miðað,“ segir Helgi. „Það hefur heldur farið afturábak á undanförnum fundum og nú var ekkert í boði. Við getum náttúrulega ekki samþykkt það. Við leitum nú til félagsmanna og það verða kosningar um það á allra næstu dögum hvort við förum í verkfall eða ekki.“

Helgi er handviss um að félagsmenn muni samþykkja verkfallsaðgerðir, sem gætu hafist í fyrsta lagi tveimur vikum eftir kosningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×