Innlent

Skúli Sigurður Ólafsson skipaður prestur í Neskirkju

Atli Ísleifsson skrifar
Skúli Sigurður hefur starfað sem sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli síðustu ár.
Skúli Sigurður hefur starfað sem sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli síðustu ár.
Biskup Íslands hefur skipað Skúla Sigurð Ólafsson í embætti prests í Nesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra.

Frestur til að sækja um embættið rann út 7. janúar síðastliðinn. Ellefu umsækjendur voru um embættið.

Skúli Sigurður segist á Facebook-síðu sinni ekki þurfa að fjölyrða um það hversu þakklátur hann sé og spenntur fyrir komandi verkefnum.

Skúli Sigurður hefur verið sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli, en áður hefur hann starfað sem settur sóknarprestur í Ísafjarðarprestakalli, prestur Íslendinga í Svíþjóð og þar áður sem prestur við Ísafjarðarprestakall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×