Viðskipti erlent

Skuldir þýska ríkisins lækkuðu í fyrsta sinn frá stríðslokum

ingvar haraldsson skrifar
Angela Merkel er að vonum sátt við skuldalækkunina.
Angela Merkel er að vonum sátt við skuldalækkunina.
Skuldir hins opinbera í Þýskalandi lækkuðu á síðasta ári í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.

Skuldirnar lækkuðu um 1,5 prósent eða um þrjátíu milljarða evra. Skuldalækkunin er komin til vegna sölu svokallaðra „eitraðra eigna“ úr ríkisreknum bönkum ef marka má frétt Reuters um málið.

Skatttekjur þýska ríkisins hafa aldrei verið meiri í kjölfar stöðugs hagvaxtar og lítils atvinnleysis undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×