Viðskipti innlent

Skuldastaða landsmanna batnað verulega

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Skuldastaða landsmanna hefur batnað verulega frá árslokum 2008 og eru skuldir nú 43 prósent minni en þær voru þá
Skuldastaða landsmanna hefur batnað verulega frá árslokum 2008 og eru skuldir nú 43 prósent minni en þær voru þá vísir/hari
Skuldastaða landsmanna hefur batnað verulega frá árslokum 2008 og eru skuldir nú 43 prósent minni en þær voru þá. Þá hefur eigið fé allra landsmanna vaxið. Þetta kemur fram á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem tekið hefur saman efni um tekjur og eignir landsmanna.

Tekju- og eignastaða landsmanna hefur batnað verulega frá hruni, en þá rýrnuðu eignir þeirra fimm prósent sem mest áttu um 22 prósent. Skuldastaða þessa hóps hefur einnig batnað og skuldar hópurinn nú allt að 18 prósent minna en við árslok 2008 að raunvirði.

Þegar eignir og skuldir 95 prósent landsmanna á verðlagi ársins 2013 eru skoðaðar sést að eignastaða 95 prósent þjóðarinnar hefur batnað eftir að hún dróst saman að raunvirði um 26 prósent í fjármálakreppunni.

Eigið fé landsmanna, hvort sem um ræðir þau fimm prósent sem mest eiga eða aðra landsmanna, óx samhliða og mjög ört fram að hruni. Eigið fé óx meira hjá fámennari hópnum en hinum. Eigið fé minnkaði jafnframt meira við hrunið hjá 95 prósent hópnum en hjá ríkustu fimm prósent. Síðustu tvö árin hefur það þó í fyrsta sinn verið meira hjá stærri hópnum en hjá þeim fimm prósentum sem mest eiga.

Um 200 fjölskyldur tilheyra þeim 0,1% hópi sem mest á, en fjöldinn var um 140 árið 1992. Hlutdeild þessa hóps í tekjum landsmanna var mikil, ekki síst árin fyrir fjármálakreppuna. Þetta gildir einkum um árið 2007. Eftir það féll hlutdeild hópsins í tekjum mjög mikið. Hlutdeild hópsins í eignum hafði meira en tvöfaldast frá árinu 1992 en hefur minnkað stöðugt eftir hrun. Hlutdeild þessa hóps í skuldum landsmanna óx minna en annarra árin fyrir hrun og hefur skuldastaðan batnað frá þessum tíma en hlutdeild í eigin fé óx mest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×