Lífið

Skrímsli verður til

Sveinn Arnarson skrifar
Gerður Kristný.
Gerður Kristný. mynd/visir
Allflestir þekkja til hópa á Facebook sem er umhugað um eitthvert eitt málefni. „Vinir lúpínunnar“, „Áhugamannafélag um gæði vinnubragða á fréttamiðlum“ og „Fimmaurabrandarafjelagið“ eru dæmi um hópa sem hafa sprottið upp og meðlimir viðra skoðanir sínar á málefninu eða segja lélega fimmaurabrandara. 

Fyrir rétt rúmum sólarhring stofnaði Kolbeinn Óttarsson Proppé hóp sem varð fljótur að vaxa og dafna og eru nú meðlimir hópsins rúmlega 400 talsins. Hópurinn heitir „Algjörlega óáhugaverðar fótboltaupplýsingar“. Þar er reglan einföld: meðlimum er bannað að bera á torg áhugaverðar upplýsingar um knattspyrnu. Stefán Pálsson, Sveinn H. Guðmarsson, Líf Magneudóttir og Gerður Kristný hafa til dæmis öll sent inn afar óáhugavert efni um knattspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×