Tónlist

Skrillex birtir langt myndband frá Íslandsdvöl sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt myndband.
Skemmtilegt myndband. vísir
Sonny John Moore, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Skrillex, kom frá á tónlistarhátíðinni Sónar, á síðasta ári og sló rækilega í gegn.

Hann nýtti greinilega ferðina til að ferðast um landið og skoða þá náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða. Kappinn setti inn myndband á YouTube í gær þar sem hann sýnir frá Íslandsför sinni og hvað hann gerði hér á klakanum. 

Undir myndbandinu hljómar lagið Hyperballad með Björk en Skrillex er yfirlýstur aðdáandi söngkonunnar.

Skrillex er einn heitasti tónlistarmaðurinn í heiminum í dag en hann hefur unnið mikið með Justin Bieber upp á síðkastið. Bieber hefur væntanlega fengið þá flugi í hausinn að heimsækja Ísland frá Skrillex en eins og margir muna kom Justin Bieber til landsins í  október á síðasta ári.

Sónar fer fram í Hörpu um þar næstu helgi og er hægt að kynna sér dagskrána í ár hér.


Tengdar fréttir

Skrillex stóð vel undir væntingum

Hápunktur lokadags tónlistarhátíðarinnar Sónar á laugardaginn var fyrir mörgum þegar bandaríski tónlistarmaðurinn Skrillex tróð upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×