Innlent

Skrifstofa ferðamála sett á fót innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Eyþór
Sett verður á fót skrifstofa innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem mun eingögnu sjá um málefni ferðaþjónustunnar. Er þetta í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að efla og auka vægi ferðaþjónustunnar í stjórnsýslunni.

Fyrst um sinn verða fimm starfsmenn á hinni nýju skrifstofu ferðamála en reiknað er með að á næstu misserum gæti þeim fjölgað um einn til tvo til að styrkja starfið enn. Sigrún Brynja Einarsdóttir verður skrifstofustjóri.

„Frá árinu 2010 hefur fjöldi erlendra ferðamanna ríflega fjórfaldast og ferðaþjónustan er nú ein allra mikilvægasta stoðin undir íslensku efnahagslífi. Tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu eru mikil en hröðum vexti fylgja stórar áskoranir. Hlutverk stjórnvalda er að treysta stefnumótun, regluverk og uppbyggingu innviða svo ferðaþjónustan geti haldið áfram að blómstra í sátt við umhverfi, náttúru og samfélag,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×