Lífið

Skrifaði bókina undir áhrifum fíkniefna

Sævar Poetrix.
Sævar Poetrix. vísir/vilhelm
Rapparinn Sævar Poetrix var undir áhrifum eiturlyfja þegar hann skrifaði bók sína „Hvernig á að rústa lífi sínu og vera alveg sama“ sem kemur út 15. nóvember næstkomandi.

„Ég reykti mikið kannabis og inn á milli tók ég LSD, eitthvað ecstasy og amfetamín. Ég hætti um leið og ég var búinn að skrifa síðasta kaflann í bókinni. Ég vildi vera í réttu ástandi og þetta er að stysta leiðin í þennan raunveruleika sem ég er að lýsa,“ segir Sævar.

Aðspurður hvort áhrif ofskynjunarlyfja geti gefið honum rétta mynd af viðfangsefninu, einna helst í ljósi þess að systir hans segir frásögn hans í bókinni ekki rétta, segir hann svo vera. Fíkniefnin hafi hann notað til að reyna að komast í réttar aðstæður og til að endurupplifa hlutina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×