Erlent

Skreið handleggs- og fótbrotinn í gegnum frumskóg í þrjá daga

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Malasískur maður sem var alvarlega slasaður eftir bílslys þurfti að skríða í gegnum frumskóg í heila þrjá daga áður en hann fékk hjálp. Maðurinn sem yfirvöld í Malasíu segja að heiti Nicholas Andrew skreið inn í lítið einangrað þorp í Malasíu á miðvikudaginn.

Þá hafði hann verið á ferðinni á sunnudeginum ásamt vini sínum og voru þeir að keyra út boðskort í brúðkaup. Þeir fóru þó útaf veginum og endaði bíllinn ofan í gili.

Vinur Andrew lést í slysinu en hann slasaðist alvarlega, en meðal annars handleggsbrotnaði hann og fótbrotnaði samkvæmt AP fréttaveitunni.

Þegar hann rankaði við sér reyndi hann að ná sambandi við vin sinn sem svaraði honum ekki. Þá ákvað hann að leita hjálpar. Hann skreið niður með gilinu í heila þrjá daga áður en hann kom að einangruðu þorpi þar sem hann fékk hjálp.

Nicholas Andrew slasaðist alvarlega í bílslysinu.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×