Sport

Skotinn tvívegis í höfuðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stedman Bailey fagnar snertimarki í leik með Rams.
Stedman Bailey fagnar snertimarki í leik með Rams. Vísir/Getty
Stedman Bailey, leikmaður St. Louis Rams í NFL-deildinni, liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn tvívegis í höfuðið í gærkvöldi. Ástand hans er sagt alvarlegt en stöðugt. Búist er við því að hann fari í aðgerð í dag.

Bailey var farþegi í bíl þegar árásin átti sér stað. Ökumaður bílsins slasaðist enn meira en hann var að skýla börnum sem sátu í bílnum fyrir skotum.

Rams sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem tekið var fram að fulltrúar liðsins hefðu rætt við Bailey og að frekari upplýsingar yrðu veittar þegar fram líða stundir.

Bailey er nú að taka út fjögurra leikja bann fyrir að brjóta reglur deildarinnar um notkun ólöglegra lyfja. Hann var einnig dæmdur í bann á síðasta tímabili af sömu ástæðum. Hann er nú á sínu þriðja ári í deildinni en Bailey leikur sem útherji.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×