Innlent

Skotglös úr steinleir og hrauni slógu í gegn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Handunnin íslensk skotglös úr steinleir og hrauni slógu í gegn á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni sem fram fór í Eistlandi í síðustu viku. Íslenska frumkvöðafyrirtækið Magma fór með sigur af hólmi og hefur verið boðið í háskólanám í Tallinn.

Íslenska frumkvöðafyrirtækið Magma sigraði í frumkvöðlakeppninni Junior Achivement sem lauk í Talinn, Eistlandi síðstliðið fimmtudagskvöld. Um er að ræða eina stærstu frumkvöðlakeppni meðal ungmenna í Evrópu. Það var forsætisráðherra Eistlands Taavi Roivas sem afhenti íslenska liðinu sigurlaunin við en alls tóku lið frá 37 Evrópulöndum þátt í keppninni.

Frumkvöðafyrirtækið Magma var stofnað í Verzlunarskólanum á síðasta skólaári af fimm nemendum; þeim Andra Þóri Atlasyni, David Erik Mollberg, Davíð Georgi Gunnarssyni, Karolínu Vilborgu Torfadóttur og Sigurði Kristinssyni. Verðlaunahugmyndin er skotglas úr steinleir og hrauni. 

Nánar er fjallað um málið í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×